L N G H F

Vinnsluflokkar

Stækka

Mun hærra hlutfall af svínakjöti fer til framleiðslu á unnum kjötvörum en af öðrum kjöttegundum. Það er notað til framleiðslu á skinkum, áleggspylsum, matarpylsum, hrápylsum, kæfum og paté. Segja má að hefðbundin kjötvinnsla byggist á nýtingu svínakjöts. Við úrbeiningu er það flokkað mun nákvæmar í vinnsluflokka en annað kjöt og sem dæmi má nefna að í Þýskalandi eru yfir tuttugu vinnsluflokkar. Íslenska flokkunin byggir á þeirri flokkun en er mun einfaldari. Sömu númer eru notuð í Þýskalandi og Danmörku en vegna einföldunarinnar vantar í íslensku flokkana S IV og S VI. Kjötið er flokkað eftir magni vöðva, fitu og bandvefs og staðsetningu fitu á skrokknum. Flokkarnir S I og S II eru mest notaðir í alls konar skinkur, S III er pylsuefni og S V, S VII og S VIII er mismunandi flokkar fitu. S V er notað í áleggspylsur, S VII er notað í alls konar farsvörur, kæfur og paté en S VIII sem er harðasta fitan er notuð í hrá pylsur. Taflan hér að neðan sýnir dæmigerða samsetningu vinnsluflokkanna.

Vinnsluflokkar    S I    S II    S III    S V    S VII    S VIII
% vatn    73,9    70,9    70,3    39,5    6,9    8,3
% prótein    20,7    19,2    19,2    10,1    2,1    4,2
% kollagen    0,7    1,3    1,8    0,9    1,1    2,3
% fita    4,0    9,2    9,9    50,0    89,9    86,4
% magurt kjöt    100,0    96,5    96,5    50,7    0,0    4,6

Uppskriftir

Tell a friend about this page