Gyltur eru fláðar strax eftir slátrun fyrir kælingu. Að lokinni kælingu er skrokkum skipt í afturstykki, frampart og bringustykki. Gyltum getur verið slátrað á ýmsum aldri og er því mikill breytileiki í þyngd og gerð þeirra. Algengast er þó að þær séu u.þ.b. 150 – 160 kg.