Við gerð þessarar handbókar um snyrtingu sauðfjárskrokka fyrir kjötmat og innvigtun er miðað við ákvæði reglugerðar nr. 484/1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða með áorðnum breytingum. Auk þess er höfð hliðsjón af þeim vinnubrögðum sem tíðkast í íslenskum sláturhúsum og eru talin til góðra framleiðsluhátta.