Við hvert sláturhús starfa kjötmatsmenn sem eru starfsmenn sláturleyfishafa, en bera faglega ábyrgð gagnvart Matvælastofnun sem sér um þjálfun þeirra og gefur út starfsleyfi. Matvælastofnun hefur yfirumsjón með kjötmati í sláturhúsum og samræmingu þess og úrskurðar með yfirmati í ágreiningsmálum sem upp koma. Að lokinni heilbrigðisskoðun er skylt að meta alla skrokka. Kjötmatið, þ.e. flokkun skrokka eftir kyni, aldri, holdfyllingu og fitu, gegnir veigamiklu hlutverki sem undirstaða verðlagningar og viðskipta með kjöt og til upplýsingar fyrir búfjárræktina.
Í kjötmatsreglugerðinni (R882/2010) segir m.a. um hlutverk Matvælastofnunar (stytt):
Matvælastofnun skal:
Nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, hefur verið tekið upp með breytingu á reglugerð nr. 882/2010 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða. Breytingin tók gildi 1. júlí 2017. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994, einkum á nákvæmari flokkun eftir holdfyllingu.
EUROP-matið er hugsað sem 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki.
Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Hverjum flokki er hægt að skipta í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu. Skrokkar af öllum nautgripum eldri en þriggja mánaða verða metnir á sama hátt samkvæmt EUROPmatinu, óháð aldri og kyni. Mat á ungkálfum (UK) að þriggja mánaða aldri verður óbreytt.
Stór hluti skrokka af íslenska mjólkurkúakyninu flokkast í holdfyllingarflokkana O og P. Nánari sundurgreining fæst með því að nota undirflokka í lægri holdfyllingar- og fituflokka.
Frá 1. júlí 2017 eru þessir flokkar í notkun:
Holdfylling: E, U, R+, R, R-, O+, O, O-, P+, P, P- (11 flokkar)
Fita: 1-, 1, 1+, 2-, 2, 2+, 3-, 3, 3+, 4-, 4, 4+, 5 (13 flokkar)
UK: Ungkálfakjöt
a) Ungkálfakjöt
b) Alikálfakjöt, ungneytakjöt, bolakjöt, ungkúakjöt og kýrkjöt. Skrokka af gripum í þessum flokkum skal meta samkvæmt EUROP-kerfi eftir holdfyllingu annars vegar og fitustigi hins vegar.
AK: Alikálfakjöt
UN: Ungneytakjöt
N: Bolakjöt
KU: Ungkýr
K: Kýr
Stafur | Holdfylling | Lýsing |
---|---|---|
E | Afburða góð | Allar útlínur sérlega kúptar Læri: Afburða vöðvavöxtur, allar útlínur afar kúptar. Hryggur: Mjög breiður og kúptur, alveg fram að bóg. Bógur: Útlínur mjög kúptar. |
U | Sérlega góð | Allar útlínur kúptar Læri: Sérlega góður vöðvavöxtur, allar útlínur kúptar. Hryggur: Breiður og kúptur, alveg fram að bóg. Bógur: Greinilega kúptur. |
R | Góð | Allar útlínur allar a.mk. beinar Læri: Góður vöðvavöxtur, allar útlínur a.m.k. beinar. Hryggur: Þykkur og vel fylltur, getur þynnst við bóg. Bógur: Jafnfylltur, útlínur a.m.k. beinar. |
O | Allgóð eða sæmileg | Útlínur nokkuð beinar eða lítillega íhvolfar Læri: Nær beinar eða lítillega íhvolfar útlínur, allgóður vöðvaþroski. Hryggur: Nær beinar eða lítillega íhvolfar útlínur, sæmilegur vöðvaþroski. Bógur: Nær beinar eða lítillega íhvolfar útlínur, sæmilegur vöðvaþroski. |
P | Rýr | Allar útlínur íhvolfar eða mjög íhvolfar Læri: Innfallin eða mjög innfallin, rýrir vöðvar. Hryggur: Þunnur, innfallinn með útistandandi beinum. Bógur: Flatur og með útistandandi beinum. |
Fituflokkar
Tölustafur Fita Nánari lýsing 1 Engin eða mjög lítil Utan á skrokk: Engin fita eða vart sjáanleg. Innan á skrokk: Ekki sýnileg fita á milli rifbeina. 2 Lítil Utan á skrokk: Þunnt fitulag þekur hluta skrokks nema helst á bógum og lærum Innan á skrokk: Kjöt sýnilegt á milli rifbeina 3 Meðal Utan á skrokk: Fitulag þekur mestan hluta skrokksins, kjöt þó sýnilegt á bógum og lærum. Innan á skrokk: Kjöt enn sýnilegt á milli rifbeina. 4 Mikil Utan á skrokk: Þykkt fitulag þekur næstum allan skrokkinn. Innan á skrokk: Kjöt á milli rifbeina fitusprengt. Veruleg fitusöfnun í brjóstholi. 5 Mjög mikil Utan á skrokk: Allur skrokkur þakinn mjög þykkri fituhulu. Innan á skrokk: Kjöt á milli rifbeina þakið fitu. Mikil fitusöfnun í brjóstholi. |