Nautakjöt

2018 | 2019 | |
Kjötframleiðsla (t) | 4775 | 4826 |
Sala innanl.framl. (t) | 4775 | 4818 |
Innflutningur kjöts (t) | 834 | |
(Lesa meira...)
Snyrting nautaskrokka á Íslandi.
- Afhausað við fyrsta hryggjarlið.
- Fætur klipptir af í hnjálið.
- Flegið þannig að skrokkhimnur haldist sem mest heilar.
- Engin gormengun, hár eða önnur óhreinindi á skrokkum.
- Júgur eða eistu eru fjarlægð ásamt...
(Sjá meira um afurðir...)
Hefðbundinn skurður
Afturpartur: Afturhluti helmings aðskilinn frá framparti með skurði þvert á milli 10. og 11. rifs. Þrjú rif fylgja afturpart.
Frampartur: Framhluti helmings aðskilinn frá afturparti með skurði þvert á milli 10. og 11. rifs. Tíu rif fylgja framparti.
Pístóluskurður
Pístóla: Afturhluti helmings skorinn með svokölluðum pístóluskurði. Hann er aðskilinn frá framparti með skurði milli 5. og 6. rifs, þvert á hrygginn. Síðan er losuð frá pístólu með skurði frá mótum læris og hupps að spjaldhrygg, að stað sem er u.þ.b. 22 cm frá miðlínu hans, eftir stærð helmingsins. Síðan er svo fjarlægð með langskurði samsíða hrygg og er hún áföst við og fylgir frampartinum.
Stuttur frampartur með síðu: Það sem eftir er af helmingnum þegar pístóla hefur verið fjarlægð með skurði milli 5. og 6. rifs og með skurði frá mótum læris og huppi að línu u.þ.b. 22 cm frá miðlínu hryggjar við mót læris og spjaldhryggjar og eftir línunni að 5 rifi.
Pístóla á mjöðm: Algengt er að eftir að afturpartur hefur verið skorinn pístóluskurði þá er pístólann hengd upp á mjaðmabein í stað hásinar. Við þessa upphengjuaðferð breytist lögun einstakra vöðva tölvert sé miðað við hefðbundna upphengiaðferð. Innralærið verður ílangt á móti hnöttóttu, flatsteik verður styttri og þykkari og hryggvððvi verðir lengri og þykkari. Aðrir vöðvar breytast minna eða ekkert. Aðferðin flýtir fyrir meyrni kjötsins.
Flýtileiðir
- K afturpartur pístóla með 8 rifjum
- UN afturpartur
- UN afturpartur á mjöðm
- UN afturpartur pístóla með 8 rifjum