Kjötmat
Við hvert sláturhús starfa kjötmatsmenn sem eru starfsmenn sláturleyfishafa en bera faglega ábyrgð gagnvart Matvælastofnun. Stofnunin sinnir yfirkjötmati og hefur umsjón með kjötmati í sláturhúsum og samræmingu þess.
Kjötmatið, þ.e. flokkun skrokka eftir holdfyllingu og fitu, gegnir veigamiklu hlutverki sem undirstaða verðlagningar og viðskipta með kjöt og til upplýsingar fyrir búfjárræktina.
Að lokinni heilbrigðisskoðun er skylt er að meta alla skrokka af sauðfé, nautgripum, hrossum og svínum.
Í kjötmatsreglugerðinni (R882/2010) segir m.a. um hlutverk Matvælastofnunar (stytt):
Matvælastofnun skal:
- hafa forystu með mótun á reglum um gæðamat og flokkun á kjöti
- skipuleggja námskeið fyrir kjötmatsmenn
- meta hæfni þeirra og setja þeim erindisbréf
- leiðbeina þeim og samræma störf þeirra með reglubundnum hætti
- skera úr ágreiningi um gæðamat og störf kjötmatsmanna
- framkvæma yfirmat samkvæmt rökstuddri beiðni kaupanda eða seljanda
- sjá til þess að safnað sé upplýsingum um gæðamat á kjöti og að þær séu til reiðu á aðgengilegu formi
L: Lamb.Skrokkar af:
- gimbralömbum að 12 mánaða aldri
- hrútlömbum sem slátrað er fyrir 1. nóvember
- skrokkar af geltum hrútlömbum að 12 mánaða aldri sem hafa verið gelt a.m.k. 2 mánuðum fyrir slátrun
V: Veturgamalt. Skrokkar af:
- gimbrum og geldingum 12-18 mánaða
VH: Veturgamall hrútur.Skrokkar af:
- veturgömlum hrútum sem slátrað er fyrir 11. október
F: Fullorðið. Skrokkar af:
- fullorðnum ám og sauðum, eldri en 18 mánaða
H: Hrútur. Skrokkar af:
- fullorðnum hrútum.
- veturgömlum hrútum sem slátrað er eftir 10. október
- lambhrútum sem slátrað er eftir 31. október
Holdfyllingaflokkar lambaskrokka (L)
- E: Ágæt holdfylling. Allar útlínur mjög kúptar.
- U: Mjög góð holdfylling. Útlínur að mestu kúptar.
- R: Góð holdfylling. Útlínur að mestu beinar.
- O: Sæmileg holdfylling. Útlínur nokkuð hvolfar.
- P: Rýr holdfylling. Útlínur allar íhvolfar eða mjög íhvolfar
Holdfyllingaflokkar V, VH, F og H skrokka
- P: Mjög rýr holdfylling.
- R: Sæmileg og góð holdfylling.
Fituflokkar lambastrokka (L)
- 1: Mjög lítil fita. Síðufita <5 mm
- 2: Lítil fita. Síðufita <8 mm
- 3: Eðlileg fita. Síðufita <11 mm
- 3+: Mikil fita. Síðufita <14 mm
- 4: Mjög mikil fita. Síðufita <18 mm
- 5: Óhóflega mikil fita. Síðufita >18 mm
Fituflokkar V, VH, F og H skrokka
- 3: Eðlileg fita. Síðufita <15 mm
- 4: Mikil fita. Síðufita >15 mm