7 parta LS1.1
Tvö læri, tvo framparta, tvö slög og hryggur heill. Lærin eru söguð frá hrygg með þverskurði á milli 6. og 7. spjaldhryggjarliðar og frampartur tekinn frá hrygg með þverskurði á milli 6. og 7. rifs. Hryggur skorinn frá slögum með skurði 12 cm frá miðlínu. Hægt er að fá mjórri og lengri hryggi og þá styttri framparta og stærri slög.
9 parta LS1.2
Stutt læri, langur hryggur og slög frampartur klofinn og bógar skornir frá. Unnið úr ófrosnum, óbógbundnum skrokk. Læri tekið frá hrygg á milli 1. og 2. rófubeinsliðar þannig að mjöðm fylgir hrygg. Bógar skornir frá framparti á skilum bógs og skrokks. 13 rif látin fylgja hrygg, háls skorinn frá þvert við bóg. Slög tekin frá hrygg miðað við 9 cm. frá vöðva niður á síðu mælt á 11. rifi.
Pístólusögun LS1.3
Skrokkur klofinn eða heill. Læri og hryggur saman í einu stykki. Fæst úr ófrosnum heilum skrokk með því að skera af honum slög og frampart milli 4. og 5. rifs. Neðri mörk hryggjar eru 8 – 12 cm frá miðlínu hans. Huppur er skorinn frá lærinu.