Snyrting dilkakrokka á Íslandi.
- Afhausað við fyrsta hryggjarlið.
- Fætur klipptir af í hnjálið.
- Flegið þannig að skrokkhimnur haldist sem mest heilar.
- Engin gormengun, hár eða önnur óhreinindi á skrokkum.
- Dindill fjarlægður við rót.
- Júgur eða eistu eru fjarlægð ásamt fitu þar í kring.
- Getnaðarlimur fjarlægður að rótum aftan við lífbein.
- Náraband fjarlægt með kirtli og fitu.
- Fitusnyrt við kviðskurð, slög annars látin óhreyfð.
- Þind fjarlægð þannig að ca. 5 mm. sitji eftir.
- Nýru fjarlægð ásamt mör og fitukleprum úr grindar-, kviðar- og brjóstholi.
- Æðar með fitu innaná hrygg eru fjarlægðar.
- Föst fita á rifjum og á milli rifja látin óhreyfð.
- Kirtlar, tægjur og fitukleprar í brjóstholsinngangi eru fjarlægð.
- Hálsæðar og blóðlifrar í hálsi fjarlægðar.
- Valfrjálst er hvort bringa er klofin.