Ítarefni

Samkvæmt reglugerð nr. 882/2010, 4. gr. skal fjarlægja huppa og síður (pístóluskurður) af öllu hrossakjöti fyrir innvigtun nema sérstaklega sé samið um annars konar skiptingu í fjórðunga .

Fyrirmæli Matvælastofnunar um pístóluskurð á 00M-640 folalda- og trippaskrokkum eru þannig:

  • A: Frampartur skal skorinn þvert á milli 8. og 9. rifs.
  • B: Huppur og síða skulu skorin frá án þess að skera í lærvöðva og í gegnum rif 15-17 cm frá miðlínu hryggjar utanvert, þ.e. pístóla.

Sömu reglu er fylgt varðandi pístóluskurð á fullorðnum hrossum. En við útflutning á hrossakjöti er framparturinn skorinn frá milli 4. og 5. rifs. 00M-641

Eldum íslenskt

Sérfræðingar frá Matís, Óli Þór Hilmarsson og Valur Norðri Gunnlaugsson, gefa góð ráð um kjöt og grænmeti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Um er að ræða matreiðsluþætti þar sem íslenskar búvörur eru í öndvegi.

Bændur hafa slegist í hóp með þekktustu matreiðslumönnum landsins við gerð matreiðsluþátta sem hlotið hafa heitið „Eldum íslenskt“. Í þáttunum verður höfuðáhersla lögð á íslenskt hráefni úr sveitinni og rammíslenskar eldunaraðferðir. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu, sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við ÍNN, Bændasamtökin, Matís og flestöll búgreinafélög. Styrktaraðilar þáttanna eru Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda, Félag hrossabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamband kúabænda, Svínaræktarfélag Íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Beint frá býli, Hótel Saga og Bændasamtökin.

Information on Icelandic Horse Meat

Gudjon Thorkelsson
Icelandic Fisheries Laboratories and University of Iceland
October
2000

Hlekkur á skjalið

Meðferð sláturdýra og kjötgæði

Þetta vefrit fjallar um meðferð dýra síðustu sólarhringana fyrir slátrun, um aðferðir við aflífun og einnig um meðferð kjöts. Sérstök áhersla er lögð á velferð dýranna, þ.e. að góð meðferð dýra sé höfð að leiðarljósi. Samkvæmt 00M-645 dýraverndarlögum er skylt að fara vel með öll dýr. Þar stendur einnig að óheimilt sé að hrekkja dýr eða meiða og að forðast skuli að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Mannúðleg meðhöndlun sláturdýra stuðlar að auknum gæðum afurða. Ávinningur af góðri meðferð sláturdýra og kjöts er því mikill.

00M-646

Hlekkur á vefritið