Kjúklingavinnsla – nýting kjúklinga og úttekt á afurðum
Á Íslandi hefur lítið sem ekkert verið skoðað með kerfisbundnum aðferðum hvað kjúklingar gefa af kjöti, fitu, skinni og beinum.
Meginmarkmið með þessu verkefni var að tileinka sér alþjóðlegar aðferðir við sundurhlutun kjúklinga þannig að niðurstöðurnar væru samanburðarhæfar við niðurstöður annarra rannsókna. Með þessum aðferðum var síðan hægt að athuga hvernig íslenskir kjúklingar skiptast í annars vegar kjúklingahluta og hins vegar í kjöt, fitu, bein, og skinn.