Tilgangur tilraunarinnar var að meta geymsluþol kjúklinga við 5-7°C sem voru snöggkældir með koldíoxíðsnjó eftir slátrun og bera saman við hefðbundna kælingu í vatnsbaði. Þrjár mismunandi kæliaðferðir voru skoðaðar. Í fyrsta hópnum voru kjúklingar kældir á hefðbundinn hátt, þ.e. í vatnsbaði. Í öðrum hópnum voru kjúklingalekkr kældir í vatnsbaði, koldíoxíðsnjór sprautað inn í kviðarhol þeirra og ennfremur var snjó dreift yfir kjúklingana þegar þeim var pakkað í pappakassa. Í þriðja hópnum voru kjúklingarnir kældir einungis með koldíoxíðsnjó sem var bæði sprautaður inn í kviðarhol þeirra og dreift yfir þá eftir pökkun. Til að meta geymsluþol kjúklinga var heildarfjöldi örvera mældur.