Ítarefni

Athugun á kælihraða koldíoxíðsnjós (þurríss) á kjúklinga eftir slátrun

Tilgangur tilraunarinnar var að meta geymsluþol kjúklinga við 5-7°C sem voru snöggkældir með koldíoxíðsnjó eftir slátrun og bera saman við hefðbundna kælingu í vatnsbaði. Þrjár mismunandi kæliaðferðir voru skoðaðar. Í fyrsta hópnum voru kjúklingar kældir á hefðbundinn hátt, þ.e. í vatnsbaði. Í öðrum hópnum voru kjúklingalekkr kældir í vatnsbaði, koldíoxíðsnjór sprautað inn í kviðarhol þeirra og ennfremur var snjó dreift yfir kjúklingana þegar þeim var pakkað í pappakassa. Í þriðja hópnum voru kjúklingarnir kældir einungis með koldíoxíðsnjó sem var bæði sprautaður inn í kviðarhol þeirra og dreift yfir þá eftir pökkun. Til að meta geymsluþol kjúklinga var heildarfjöldi örvera mældur.

Hlekkur á skjalið

Kjúklingur og campylobacter

Hér má lesa sig til um hvernig rétta meðhöndlun og matreiðslu á kjúklingi, hlekkur á skjalið

Hví má ekki borða hráan kjúkling? Svar

Hvað er campylobacter? Svar

Hvernig tókst Íslendingum að ráða bug á campylobacter sýkingum í fólki 1999? Hlekkur á grein

Ungar og kjúklingar

Hér má nálgast fróðleik um íslensku landnámshænuna, hlekkur

Efling alifuglaræktar á Íslandi

Efling alifuglaræktar á Íslandi

Þann  19. janúar 2010  skipaði sjávarútvegs-  og  landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, starfshóp, sem hafði það verkefni að kanna og leggja fram tillögur um hvernig megi efla  alifuglarækt með  sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.

Hér er hlekkur á skýrsluna.

Eldum íslenskt

Sérfræðingar frá Matís, Óli Þór Hilmarsson og Valur Norðri Gunnlaugsson, gefa góð ráð um kjöt og grænmeti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Um er að ræða matreiðsluþætti þar sem íslenskar búvörur eru í öndvegi.

Bændur hafa slegist í hóp með þekktustu matreiðslumönnum landsins við gerð matreiðsluþátta sem hlotið hafa heitið „Eldum íslenskt“. Í þáttunum verður höfuðáhersla lögð á íslenskt hráefni úr sveitinni og rammíslenskar eldunaraðferðir. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu, sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við ÍNN, Bændasamtökin, Matís og flestöll búgreinafélög. Styrktaraðilar þáttanna eru Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda, Félag hrossabænda, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamband kúabænda, Svínaræktarfélag Íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Beint frá býli, Hótel Saga og Bændasamtökin.

Kjúklingavinnsla

Kjúklingavinnsla – nýting kjúklinga og úttekt á afurðum

Á Íslandi hefur lítið sem ekkert verið skoðað með kerfisbundnum aðferðum hvað kjúklingar gefa af kjöti, fitu, skinni og beinum.
Meginmarkmið með þessu verkefni var að tileinka sér alþjóðlegar aðferðir við sundurhlutun kjúklinga þannig að niðurstöðurnar væru samanburðarhæfar við niðurstöður annarra rannsókna. Með þessum aðferðum var síðan hægt að athuga hvernig íslenskir kjúklingar skiptast í annars vegar kjúklingahluta og hins vegar í kjöt, fitu, bein, og skinn.

Hlekkur á skjalið

Meðferð sláturdýra og kjötgæði

Þetta vefrit fjallar um meðferð dýra síðustu sólarhringana fyrir slátrun, um aðferðir við aflífun og einnig um meðferð kjöts. Sérstök áhersla er lögð á velferð dýranna, þ.e. að góð meðferð dýra sé höfð að leiðarljósi. Samkvæmt dýraverndarlögum er skylt að fara vel með öll dýr. Þar stendur einnig að óheimilt sé að hrekkja dýr eða meiða og að forðast skuli að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Mannúðleg meðhöndlun sláturdýra stuðlar að auknum gæðum afurða. Ávinningur af góðri meðferð sláturdýra og kjöts er því mikill.

Hlekkur á vefritið