Skipting grísahelmimgs

Áður en skrokkhelmingurinn er tekinn í parta eru lundir fjarlægðar úr læri, eru undir aftanverðum hrygg og fremst á læri. Hliðarvöðvi fylgir með ásamt áfastri fitu.

Afturhluti grísahelmings er aðskilinn frá miðhluta skrokksins með beinum skurði í gegnum hrygg og síðu á milli 6. og 7. spjaldhryggjarliðar þannig að allur mjaðmaspaði fylgir læri.

Fremsti hluti grísahelmings er aðskilinn frá miðhlutanum með beinum skurði þvert á hrygg og síðu á milli 5. og 6. brjósthryggjarliðar þannig að allt herðablaðið fylgir með. Tær skornar frá. Skinn og yfirborðsfita fylgja með.

Grísamiðja skiptist í hrygg og síðu. Afmarkast af skurði samsíða hrygg 3 – 6 cm frá enda hryggvöðva.

 

Skipting gyltuhelmings

Gyltur eru fláðar strax eftir slátrun fyrir kælingu. Að lokinni kælingu er skrokkum skipt í afturstykki, frampart og bringustykki. Gyltum getur verið slátrað á ýmsum aldri og er því mikill breytileiki í þyngd og gerð þeirra. Algengast er þó að þær séu u.þ.b. 150 – 160 kg.

Lundir eru skornar úr afturstykki í heilu lagi.

Huppur ásamt bringustykki, er skorinn með langskurði frá læri ásamt spena og brjóststykki á síðu og bringu á framparti. Því næst er frampartur skorinn frá á milli 5. og 6. rifs.

Frampartur er skorinn frá afturstykki á milli 5. og 6. rifs.