Ítarefni

Fullvinnsla svínakjöts frá vistvænu búi

Í verkefninu var unnið með heildstæðri nálgun að því að hámarka framlegð úr svínarækt hjá Miðskersbúinu með fullvinnslu á völdum afurðum fyrir neytendamarkað.

Hlekkur á verkefni

Ferðasnakk úr svínakjöti

Petrína Þórunn Jónsdóttir, sem býr í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er að vinna að forvitnilegum verkefnum í aðstöðu matarsmiðju Matís á Flúðum þar sem hún vinnur afurðir í tengslum við svínabúskapinn í Laxárdal.

Hlekkur á frétt

Meðferð sláturdýra og kjötgæði

Þetta vefrit fjallar um meðferð dýra síðustu sólarhringana fyrir slátrun, um aðferðir við aflífun og einnig um meðferð kjöts. Sérstök áhersla er lögð á velferð dýranna, þ.e. að góð meðferð dýra sé höfð að leiðarljósi. Samkvæmt dýraverndarlögum er skylt að fara vel með öll dýr. Þar stendur einnig að óheimilt sé að hrekkja dýr eða meiða og að forðast skuli að ofbjóða kröftum þeirra og þoli. Mannúðleg meðhöndlun sláturdýra stuðlar að auknum gæðum afurða. Ávinningur af góðri meðferð sláturdýra og kjöts er því mikill.

Hlekkur á vefritið